169 iðkendur SH tóku þátt í Syndum
30.11.2023Sundfélag Hafnarfjarðar tók Syndum með trompi. Það voru alls 169 þátttakendur sem skráðu metrana sína og samtalan lögð saman. Frá 1. - 30. nóvember voru hvorki meira nér minna en 8.152.660 metrar syntir sem gera yfir 8 þúsund kílómetra, eða um 7 hringir í kringum Ísland. Þátttakendurnir eru á aldursbilinu 8-75 ára. Í Sundhöll Hafnarfjarðar syntu 14 krakkar á aldrinum 8-12 ára og í Ásvallalaug voru 155 þátttakendur á aldurbilinu 8-75 ára. Inn í þessum tölum eru einnig mismunandi mót í Reykjavík, Reykjanesbæ og Hafnarfirði, sem telja slatta.
Fyrir SH var áhugavert að taka saman synta metra yfir mánuðinn, fjöldinn kom á óvart.
Sundfélagið á sannarlega sinn þátt í að koma Ásvallalaug á toppinn. Virkilega vel gert!