Sund, hreyfing og andleg heilsa
22.11.2023Hreyfing er gríðarlega mikilvæg fyrir líkamann okkar og ekki síður til að vinna með andlega heilsu. Eins og þjóðfélagið er í dag þá er oft á tíðum allt á yfirsnúning hjá okkur. Mikið af fólki þjáist af kvíða og áhyggjum yfir hinum og þessum hlutum. Fjölskyldu, peningum, vinnu o.s.frv.
SUND GEGN STREITU OG KVÍÐA
Að synda getur unnið á þessum vandamálum, er streitulosandi og kvíðastillandi. Samkvæmt breskri grein þá hefur rannsókn í Bretlandi sýnt framá að fara og synda hafi hjálpað 1.4 milljónum Breta að minnka einkenni þeirra sem kljást við þunglyndi og kvíða.
Það að vera í vatni veitir okkur vellíðan. Það er streitulosandi að liggja í vatni, að synda og hreyfing almennt 30 mínútur 3x í viku hefur sýnt fram á að það lækki streitustuðul, bætir svefn, bætir skap, eykur kynorku, bætir kraft og þol.
Þetta þarf ekki að vera mikið til að bæta líf okkar. Ég hvet þig því kæri lesandi að standa upp og setja þér dagskrá. Komdu hreyfingu og sundi inn í líf þitt.
Heimildir:
https://www.swimming.org/swimengland/new-study-says-swimming-benefits-mental-health/
https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC1470658/
Höfundur er Guðmundur Hafþórsson
Birt með leyfi höfundar