Sundfélögin, deildir og grunnskólar taka þátt í Syndum
09.11.2023Í ár er kastljósinu beint á skólasund grunnskóla, sundélögum og -deildum og tengja við Ólympíuleikana í París 2024. Sundsambandið verður með tvo fulltrúa á Ólympíuleikunum í París á næsta ári, þau Anton Svein McKee og Snæfríði Sól Jórunnardóttur.
Leiðin til Parísar frá Íslandi er 2.246 km og ætlunin er að fá grunnskólanemendur og sundiðkendur til að synda með táknrænum hætti sem samsvarar leiðinni til Parísar. Nokkrar sundlaugar munu fá heimsókn frá Antoni Sveini.
Sunddeild KR og Aftureldingar, Sundfélög Ægis og Hafnarfjarðar, Hraunvallaskóli, Grunnskóli Drangsness, Hamraskóli og Skarðshlíðarskóli eru að skrá metrana inn í skráningarkerfi Syndum. Þessir metrar eru heldur betur að rífa upp kílómetrafjöldann.
Í dag er búið að synda 5.5 hringi í kringum Ísland eða 7.292,37 km samtals.
Það verður gaman að sjá hversu margir hringir og kílómetrar þetta verða í lokin.
Munum eftir því hvað sund er frábært og verum með! Skráning hér