Landátakinu Syndum er lokið

30.11.2022

Landsátakinu Syndum er lokið. Það er verið að fara yfir skráningarblöðin og færa inn synta metra en samkvæmt tölum af síðunni (skráðir þátttakendur) þá hafa 1.157 (1.589) þátttakendur skráð sig inn á síðuna sem hafa samanlagt synt 11.202,04km (12.878,25km) í 11.285 (12.858) ferðum sem gera 8,5 (9,74) hringir í kringum Ísland. Það hefur verið mikil ánægja meðal þátttakenda og starfsmanna sundlauga og íþróttamannvirkja. Fólk hefur verið áhugasamt og fundist gaman að geta fylgst með hvað það syndir hverju sinni. Margir tala um að þeir hafi bætt sig verulega í tíma og sundtækni og til þess er einmitt leikurinn gerður. Vonandi hefur þetta átak einnig kveikt ljósið hjá nýjum sundgestum.

ÍSÍ fékk sendar skráningar í gegnum tölvupósta þar sem að starfsmenn sundlauga héldu utan um skráningar af þar til gerðum skráningarblöðum sem lágu frammi hjá mörgum sundlaugum. Það bætist auðvitað við tölurnar hér að ofan. Samtalan yfir synta metra ætti að verða klár í vikunni, þegar öll blöðin hafa komist til skila.

Sund er auðvitað frábær líkamsrækt og við vonum að þið sem hafið tekið þátt haldið áfram að hreyfa ykkur í þessum dásamlegu sundlaugar mannvirkjum sem við eigum á allflestum stöðum út um allt land.

Við drögum út tvo heppna þátttakendur, í dag 1. desember og gefum vöru frá Taramar og árskort í sund í Reykjavík og á Akureyri

Takk fyrir þátttökuna öllsömu og haldið áfram að synda, þið eruð frábær!