Við erum komin einn hring

04.11.2021

Það er alltaf gaman að rýna í smá tölfræði og velta henni fyrir sér.

Þegar þetta er tekið saman hafa samtals verið syntir rúmir 1.600 km, 840 skráðir þátttakendur með yfir 1.600 syntar ferðir

Þessar tölur gera að meðaltali 1,9 km sem hver þátttakand er búin að synda samtals á þessum rúmlega þremur dögum.Og jafnframt að hver skráð ferð er í kringum 1.000m. Samkvæmt þessu virðast vera

ofursyndarar þarna úti og það væri gaman að heyra hvað þið eruð að synda mikið í einu og hvar á landinu þið eruð að synda. Það má senda okkur frásagnir á netfangið syndum@isi.is